Núna eru sápunámskeiðin hafin af fullum krafti. Stórir hópar, smáir hópar, námskeið í gegnum Óskakskrín, og hjá íslenskum heimilisiðnaði. Gaman af því …

Sápan er hrærð í ryðfríum stálpotti með töfrasprota og sett í mót.

Sápugerðarnámskeið, sápunámskeið eða námskeið í sápugerð. Allt er þetta sama námskeiðið undir mismunandi heiti, en sem kennir að gera sápur á gamaldags hátt eins og amma gerði snemma á fyrri öldinni (1930-1940 ca.) Svokallaðar sóda-sápur.

Íslensk Sápa
Hér er sápan sett í mót yfir nótt og skorinn að morgni næsta dag.

Hrásápur eins og þær eru gerðar frá grunni. Þetta er einmitt hráefnið sem er notað til að gera “Triple Milled” sápur. Þessar gæðasápur sem eru ilmsápur með fallegri litaáferð og vekja eftirtekt vegna gæða. Það sést eiginlega um leið… .

En þá er þessi hrásápumassi hakkaður í kurl og þurrkaður í nokkra daga og síðan unnin í lengjur sem eru skornar í sápu-stykki.

Hér er sápumassinn hakkaður fyrir þurrkun.

Og síðan er dreift úr hakkinu/kurlinu til að þorna í nokkra daga til að losna við vatnið sem notað var við framleiðsluna á hrásápunni.

Og við þurrkunina minnir kurlið einna helst á poppkorn í hrúgu.

Og eftir að réttu rakastigi og áferð er náð er hráefnið tilbúið í endanlega framleiðslu.

Og sápan er síðan steypt í lengjur sem eru skornar í rétta stærð og þyngd.

Þá er sápan tilbúin til pökkunar, sölu og dreifingar.

  • Þetta er lýsing á framleiðsluferli á sápum sem framleiddar eru hjá Sápusmiðjunni og sem eru settar í lengra framleiðsluferli til að gera betri sápur með einstaka eiginleika. Þessi framleiðsluaðferð er kölluð Triple milled ( Þrímalaðar ) eða French milled, en þessi vinnsluaðferð var fundin upp í Frakklandi.