Námskeið í Sápugerð er eitthvað sem allir gætu haft gagn og gaman af. Einfalt, ódýrt áhugamál. Að vísu dálítið sérhæft. Ég meina; Sápa, sápa oga sápa. Hversu fjölbreytt hljómar það ?

En auðvitað er hægt að nota mismunandi innihaldsefni til að brydda aðeins upp á hversdagsleikann.

Hér eru spurningar og svör við helstu vangaveltum um svona námskeið.

Hvað lærir maður? – Að gera sápu eins og amma gerði einu sinni. Kaldgerðar sóda-sápur sem eins náttúrulegar og hægt er að hafa sápunar.

Hvað er gert? Lært að gera sápu útfrá grunngildum efna og eðlisfræða, reikna uppskriftina út og gera sápu samkvæmt henni.

Hvað er þetta lengi? 2-3 klukkutímar er tímalengdin sem þarf að taka frá til að fara frá A-Ö í þessu.

Er þetta sóðalegt? Olíur geta slesst á fatnað og betra að vera í fatnaði sem þolir það.

Er þetta hættulegt? Já og nei. Með réttum öryggisbúnaði og hlífðarbúnaði fyrir augu og hendur ( húð ) er hægt að takmarka slíka áhættu. Og með nokkrum þáttum til viðbótar er þetta nánast hættulaust. En hún er til staðar og skal vinna samkvæmt því.

Eru aldurtakmörk? Já engin börn eða óvitar eða blind og sjónlaus, elliær gamalmenni. Grínlaust, allir sem eru læsir og skrifandi eru hæfir .

Er þetta erfitt eða flókið? Já og nei. Með einföldum útlistunum og skýrri aðferðafræði er þetta ekkert mál. En þetta krefst aga og nákvæmni. Og síðan venst þetta, því oftar sem þetta er gert. Verður einfaldara og fljótara í framkvæmd.

Hvaða uppskriftir eru notaðar? Þín uppskrift sem þú gerðir frá grunni.

Hvenær er þetta kennt? Á kvöld um virka daga og um hádegi um helgar.

Hvað eru margir í einu? 1-2 og upp í 15-20

Hvar fer þetta fram? Samkomulag fyrir stærri hópa

Hvað kostar námskeið? Verð pr. einstakling fyrir efnisgjald og námsgögn.

Er eitthvað gagn af þessu? Já og Jájá

Getur þetta borgað sig? Já og Jájá

Er hægt að læra meira? Já og Jájá

Uppruni uppskriftanna.

Mismunandi olíur = mismunandi eiginleikar sápunar.

Ilmkjarnaolíur EO virka þannig sápur = Sápan Ilmar fram að notkun, en skilja engin ilmspor á notanda eftir notkun. Sápan þornar og ilmar aftur eins og fyrr… En notandinn finnur aðeins fyrir hreinleika án ilmspors.

Ilmolíur FO virka þannig á sápur = Sápan Ilmar fram að notkun, en skilur ilmspor á notanda eftir notkun. Sápan þornar og ilmar aftur eins og fyrr… En notandinn finnur aðeins fyrir hreinleika og anga ilmspors.