Untitled Document
Af hverju handgerðar sápur?

Handgerðar sápur eru einfaldlega betri en þær sápur sem fást út í næsta stórmarkaði eða matvöruverslun.Og fyrir utan það að vita ekki hvað er í slíkum sápum, þá er ekkert víst að við kærum okkur nokkuð um að vita það.

En í handgerðar sápur eru eingöngu notaðar gæðaolíur úr jurtaríkinu eins og kókosolíu, ólífuolíu, sólblómaolíu, hampfræjaolíu, apríkósukjarnaolíu, möndluolíu, Sheasmjör og kakósmjöri svo eitthvað sé nefnt.

Og yfirleitt eru notuð náttúruleg efni til að gefa sápunni lit og ilm eins og ilmkjarnaolíur, teblöndur, hreinir ávaxtasafar og fleiri náttúruleg efni. Eins eru í einstaka tilfellum notast við ilmolíur sem eru algerlega skaðlausar en eru ekki náttúrulegar. Allar sápur sem innihalda ilmolíur eru merktar sérstaklega.

Eins má leiða hugann að þeirri staðreynd að í nútímasamfélagi manna hefur sápuframleiðsla nánast eingöngu verið í höndum fárra stórfyrirtækja sem framleiða eitthvað sem á að kalla sápu en munurinn er mikill þegar þær eru bornar saman við handgerðar sápur.  Handgerðar sápur eru byggðar á gömlum gildum en framleiddar á nútímalegann hátt af nákvæmni sem tryggir frábæra sápu sem hefur einstaka eiginleika.

Flestar tegundir af sápum henta öllum en sumir þurfa mýkjandi og nærandi sápur sem skilja húðina eftir mjúka og rakanærða á meðan aðrir kjósa skrúbbsápu eins og eldfjallasápuna sem hefur mjúka skrúbbeiginleika eða birkisápuna sem hefur enn mýkri skrúbbeiginleika sem hentar öllum húðtegundum, einnig viðkvæmri húð. Aðrar sáputegundir eru mildar eins og Sítrónusápan og henta viðkvæmri barnahúð. Og síðan eru til sápur sem eru einstaklega mýkjandi og dekra við húðina eins og Apríkósu-sápan og Hunangs&Hafra-sápan sem eru einstaklega mýkjandi og nærandi.